Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var valinn besti leikmaður EM karla í fótbolta en mótinu lauk í kvöld með sigri Ítala á Englendingum í vítaspyrnukeppni eftir 1:1-jafntefli á Wembley í úrslitaleiknum.
Donnarumma stóð vaktina afar vel í markinu á mótinu og kórónaði gott Evrópumót með því að verja tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni í úrslitaleiknum. Ítalía fékk aðeins fjögur mörk á sig í keppninni.
Markvörðurinn gengur í raðir París SG að móti loknu, en hann hefur til þessa leikið með AC Milan allan ferilinn.