Aðeins sjö leikmenn tóku medalíuna ekki af sér

Harry Kane, fyrirliði Englands, var á meðal þeirra leikmanna sem …
Harry Kane, fyrirliði Englands, var á meðal þeirra leikmanna sem tóku silfumedalíuna strax af sér. AFP

England lenti sem kunnugt er í öðru sæti á Evrópumótinu í fótbolta eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu í gærkvöldi. Nokkur umræða hefur skapast um þann vana margra sem hljóta silfurverðlaun að taka medalíuna tafarlaust af sér.

Af leikmönnunum 26 í enska landsliðshópnum voru aðeins sjö þeirra sem tóku hana ekki af sér.

Þetta voru allir markverðirnir þrír í hópnum, þeir Jordan Pickford, Sam Johnstone og Aaron Ramsdale, auk þeirra Jordans Hendersons, Harrys Maguires, Raheems Sterlings og Tyrones Mings.

Á samfélagsmiðlum, sérstaklega Twitter, hafa skapast nokkrar umræður þar sem fólk ýmist fordæmir það að taka af sér medalíuna tafarlaust þar sem það beri vott um virðingarleysi eða þá að fólk veitir því fullan skilning að enginn vilji sætta sig við annað sætið og vilji því ekkert með silfurmedalíu hafa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert