Patrik Schick frá Tékklandi skoraði besta markið í Evrópukeppni karla í fótbolta sem lauk síðasta sunnudag, samkvæmt kosningu sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, stóð fyrir.
Schick, sem var ásamt Cristiano Ronaldo markahæsti leikmaður EM með fimm mörk fyrir Tékka, skoraði umrætt mark í 2:0 sigri þeirra á Skotum á Hampden Park í Glasgow. Hann skaut þá eldsnöggt frá miðjum vellinum og yfir David Marshall markvörð Skota sem var staddur úti við vítateigslínuna.
Um 800 þúsund manns tóku þátt í kosningunni hjá UEFA og þetta voru tíu bestu mörkin að þeirra mati:
1 - Patrick Schick, Tékkland gegn Skotlandi
2 - Paul Pogba, Frakkland gegn Sviss
3 - Luka Modric, Króatía gegn Skotlandi
4 - Lorenzo Insigne, Ítalía gegn Belgíu
5 - Kevin De Bruyne, Belgía gegn Danmörku
6 - Cristiano Ronaldo, Portúgal gegn Ungverjalandi
7 - Álvaro Morata, Spánn gegn Ítalíu
8 - Mikkel Damsgaard, Danmörk gegn Englandi
9 - Andriy Yarmolenko, Úkraína gegn Hollandi
10 - Federico Chiesa, Ítalía gegn Spáni
Schick’s halfway hit wins goal of #Euro2020 🇨🇿
— ESPN FC (@ESPNFC) July 14, 2021
(via @EURO2020) pic.twitter.com/ZdvLiyqg9G