Rudiger lét Hazard finna fyrir því

Antonio Rudiger í leik með Chelsa.
Antonio Rudiger í leik með Chelsa. AFP/Catherine Ivill

Fyrrum Chelsea mennirnir Antonio Rudiger og Eden Hazard eru orðnir liðsfélagar hjá spænska knattspyrnufélaginu Real Madrid. 

Real Madrid varð Spánar- og Evrópumeistari á síðustu leiktíð og fékk Rudiger til sín frá Chelsea á frjálsri sölu í sumar. Eden Hazard hefur verið hjá Madrídarliðinu síðan hann flutti sig þangað yfir frá Chelsea á rúmlega 100 milljónir punda sumarið 2019.

Lítið hefur gengið upp fyrir Belgann á Spáni og hafa meiðsli sett stórt strik í reiknginn. Hazard hefur verið meiddur í meira og minna þrjú ár og misst af 72 leikjum með félaginu. 

Hazard hafði gert sér vonir um að endurvekja ferilinn á næstu leiktíð en nú lítur út fyrir að hann sé kominn á meiðslalistann á ný eftir allhressilega tæklingu frá Rudiger á æfingu liðsins.

Real Madrid mætir Barcelona í El Clásico leiknum svokallaða í Las Vegas í Bandaríkjunum í nótt. Um er að ræða æfingaleik þar sem Rudiger gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið en samkvæmt spænska miðlinum Marca er óvíst hvort Hazard verði með vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert