Heimsmeistari í tveggja ára bann

Alejandro Gomez í leik með Sevilla í baráttunni við Hákon …
Alejandro Gomez í leik með Sevilla í baráttunni við Hákon Arnar Haraldsson. AFP/Cristina Quicler

Argentínski knattspyrnumaðurinn Papu Gómez er kominn í tveggja ára bann frá íþróttinni eftir að hann féll á lyfjaprófi.

Hinn 35 ára gamli Gómez var leikmaður Sevilla er lyfjaprófið var tekið, en hann hefur síðan þá skipt yfir til ítalska félagsins Monza. Ljóst er að hann leikur ekki með nýja liðinu í bráð.

Gómez neitaði sök og sagði ólögleg efni hafa borist í líkama sinn í gegnum hóstasaft barna sinna. Lyfjaeftirlitið gaf lítið fyrir þær útskýringar og úrskurðaði hann í bann.  

Sóknarmaðurinn lék tvo leiki með Argentínu á HM í Katar, þar sem hann varð heimsmeistari með löndum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert