Frábær úrslit fyrir Burnley – 11 mörk í tveimur leikjum

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði hans fyrsta mark á tímabilinu í …
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði hans fyrsta mark á tímabilinu í dag. AFP/Darren Staples

Burnley vann sterkan 4:1 sigur á Sheffield United í botnslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í  dag. Luton tapaði gegn Brenford, 5:1 á heimavelli en þeir eru einnig í fallbaráttu, í sætinu fyrir ofan Burnley.

Liðið er enn í fallsæti en nú með 23 stig, þremur stigum á eftir Nottingham Forest og fjórum á eftir Everton sem eru fyrir ofan fallsætin.

Jacob Bruun Larsen skoraði fyrsta mark leiksins á 38. mínútu og Lorenz Assigno kom gestunum í 2:0 á 40 mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Gustavo Hamer minnkaði muninn í 2:1 á 52. mínútu en Lyle Foster kom Burnley 3:1 yfir á 58. mínútu.

Jóhann Berg Guðmundsson kom svo inn á af bekknum á 70. mínútu og skoraði fjórða og síðasta mark Burnley aðeins nokkrum sekúndum síðar.

Jóhann Berg Guðmundsson að fagna markinu með liðsfélögum sínum í …
Jóhann Berg Guðmundsson að fagna markinu með liðsfélögum sínum í dag. AFP/Darren Staples

Luton tók á móti Brentford á heimavelli í dag þar sem Brentford vann með yfirburðum, 5:1. 

Yoane Wissa kom Brentford yfir á 24. mínútu og skoraði svo aftur í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

 Ethan Pinnok kom svo Brentford í 3:0 á 62. mínútu og Keane Lewis-Potter skoraði fjórða mark liðsins aðeins tveimur mínútum síðar. Á 86. mínútu skoraði svo Kevin Schade fimmta mark  Brentford.

Luke Berry skoraði svo sárabótarmark á annarri mínútu uppbótartímans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka