Argentínumaðurinn fluttur á sjúkrahús

Carlos Tévez, knattspyrnustjóri Independiente.
Carlos Tévez, knattspyrnustjóri Independiente. AFP/Alejandro Pagni

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Carlos Tévez var fluttur á sjúkrahús í gær vegna verkja fyrir brjósti.

Tévez, sem er knattspyrnustjóri Independiente í heimalandi sínu Argentínu, kvartaði undan verkjum og gekkst undir rannsóknir á sjúkrahúsi í Buenos Aires í kjölfarið.

Í tilkynningu frá Independiente segir að fyrstu rannsóknir hafi verið „viðunandi“ en að Tévez muni dvelja lengur á sjúkrahúsi sem sé varúðarráðstöfun.

Hann er fertugur fyrrverandi sóknarmaður sem lék með Manchester United, Manchester City og West Ham United í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert