Freyr felldi Guðlaug og Alfreð

Freyr Alexandersson þjálfari Kortrijk
Freyr Alexandersson þjálfari Kortrijk Ljósmynd/@kvkofficieel

Kortrijk sigraði Eupen í fallbaráttuslag í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 1:0, á heimavelli Kortrijk. Úrslitin þýða að Eupen er fallið og Kortrijk er í umspilssæti um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu.

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn í vörn Eupen en sigurmarkið kom undir lok fyrri hálfleiks. Áður hafði Boris Lambert fengið að líta rauða spjaldið í liði Eupen sem spiluðu manni færri í rúma klukkustund. Alfreð Finnbogason er meiddur og var ekki í leikmannahópi Eupen.

Freyr Alexandersson tók við Kortrijk í janúar en liðið var þá í botnsæti deildarinnar, 11 stigum frá öruggu sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert