Pogba á nýjum vettvangi

Paul Pogba er í banni frá knattspyrnu.
Paul Pogba er í banni frá knattspyrnu. AFP/Isabella Bonotto

Franski knattspyrnumaðurinn Paul Pogba, sem í vetur var úrskurðaður í fjögurra ára keppnisbann vegna meintrar lyfjanotkunar, er kominn í annað starf.

Hann leikur knattspyrnuþjálfara í franskri kvikmynd, 4 Zeroes, sem er í vinnslu um þessar mundir og fjallar um draum barns sem langar til þess að verða leikmaður með París SG.

Le Parisien skýrir frá þessu og segir að Pogba hafi gefið sér tíma til að gefa eiginhandaráritanir og leyfa myndatökur af sér með börnum og unglingum sem höfðu safnast saman við fótboltavöll í París þar sem upptökur hafa farið fram.

Pogba fékk bannið vegna of mikils testósteróns í líkamanum. Hann neitar söku og hefur sagt að hann muni áfrýja dómnum til Alþjóða íþróttadómstólsins.

Le Parisien segir að Pogba lifi í þeirri von að dómnum verði hnekkt og hann haldi sér í góðu líkamlegu formi en hann er 31 árs gamall og hefur leikið með Juventus á Ítalíu undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert