Hrafnhildur Hanna og Daníel Jens íþróttafólk Árborgar

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Daníel Jens Pétursson með verðlaunin.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Daníel Jens Pétursson með verðlaunin.

Handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson voru í kvöld krýnd íþróttakona og íþróttakarl Sveitarfélagsins Árborgar 2015. Voru þau valin úr hópi 23 íþróttamanna úr Árborg sem tilnefnd höfðu verið til verðlaunanna. 

<div>Hrafnhildur Hanna er aðeins tvítug en er nú þegar máttarstólpi í Selfossliðinu í handbolta og lykilmaður í A-landsliði Íslands sem miðjumaður og skytta, en hún hefur spilað með öllum landsliðum Íslands í þeirri íþróttagrein. <br/><br/>Daníel Jens vann til gullverðlauna á Norðurlandamótinu á þessu ári, og varði þar titil sinn frá í fyrra. Hann hefur verið virkur í keppni erlendis á árinu með góðum árangri. Hann er jafnframt yfirþjálfari Taekwondodeildar UMF Selfoss, sem er fjölmennasta taekwondo deild landsins með um 130 iðkendur. </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka