Patrekur setti magnað Íslandsmet

Patrekur Andrés Axelsson.
Patrekur Andrés Axelsson. mbl/Arnþór Birkisson

Hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson setti í gær nýtt Íslandsmet í 400 metra hlaupi. Hann kom þá í mark á 58,28 sekúndum á móti í París.

Patrekur keppir í flokki T11 (al­blind­ir) þar sem kepp­end­ur eru með svo­kallaðan meðhlaup­ara sem trygg­ir að kepp­andi hlaupi inn­an sinn­ar línu.

Patrekur setti met í þessari vegalengd fyrir rúmu ári sem þá var 1:02,80 mínútur og því hefur hann bætt sig um meira en fjórar sekúndur síðan þá.

Patrekur keppir í dag í 200 metra hlaupi á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert