Þóra Birna Ingvarsdóttir
Benedikt Ólafsson var efstur á stöðulista fyrir Landsmót á hestinum Biskup frá Ólafshaga, en þeir félagar stóðu uppi sem Landsmótssigurvegarar í unglingaflokki fyrir fjórum árum, þegar mótið var síðast haldið.
„Tilfinningin er aðeins önnur núna, síðast þá var ég í þrítugasta sæti inn á Landsmót og vann svo nokkuð óvænt, nú er aðeins meiri pressa en ég er bara spenntur.“
Biskup er úr ræktun fjölskyldunnar og faðir Benedikts, Ólafur Haraldsson skýtur inn í að bæði knapi og hestur séu úr sinni ræktun, en ljóst er að hann er enn stressaðari en ungi knapinn.
„Þetta er frábær karakter, alger gæðingur. Það er ekki hægt að biðja um meira í hesti,“ segir Benedikt um Biskup.
Liturinn á Biskup vekur athygli, en hann jarpvindótt glófextur. Er hann eini stóðhesturinn í heiminum sem ber þennan einstaka lit, af þeim sem sýndir hafa verið, að sögn Ólafs.
Benedikt situr í öðru sæti eftir forkeppni með einkunnina 8,71 og er því öruggur inn í milliriðil.