Megas lék undir hjá Megasi

Gestir una vel á Gaddstaðaflötum og sífellt bætist í hópinn.
Gestir una vel á Gaddstaðaflötum og sífellt bætist í hópinn. Hákon Pálsson

Þeir Benedikt Ólafsson og Biskup frá Ólafshaga fara efstir inn í úrslit ungmenna á Landsmóti hestamanna þetta árið, en milliriðli ungmennaflokks er nú lokið.

Sífellt bætist í fjölda gesta hér á Hellu sem una vel við þétta dagskrá, úrval veitinga og þétt skipað sölutjald.

Signý Sól Snorradóttir og Kolbeinn frá Horni I eru í öðru sæti, en þau voru efst í forkeppni. Þriðju inn í úrslit er Glódís Rún Sigurðardóttir á Drumb frá Víðivöllum.

Sjö efstu knaparnir eftir milliriðil komast beint í A-úrslit, en knapar í sætum átta til fimmtán fá tækifæri til þess að keppa í B-úrslitum og sigurvegari þeirra hefur þáttökurétt í A-úrslitum. Sigurvegari A-úrslita verður svo krýndur Landsmótssigurvegari í ungmennaflokki.

Milliriðill hafinn í A-flokki

Nú eru milliriðlar í A-flokki meistaraflokks, en í þeim flokki eru allar gangtegundir íslenska hestsins sýndar. 

Í milliriðlum er aðeins eitt par inn á vellinum í einu og fær það því að hanna sína sýningu eftir eigin höfði, meðal annars að velja hvaða lag er leikið undir.

Rétt í þessu yfirgaf völlinn Viðar Ingólfsson á hestinum Megasi frá Einhamri. Lagið sem þeir félagar völdu til þess að toppa sýninguna var lagið Lóa með Megasi sjálfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert