Smá sjokk að sjá alla í brekkunni

Frá vinstri: Vigdís, Heiðdís, Eyvör, Elísabet og Linda.
Frá vinstri: Vigdís, Heiðdís, Eyvör, Elísabet og Linda. mbl.is/Þóra Birna

Fimm ung­ar og prúðklædd­ar hesta­kon­ur eru í fullu starfi á Lands­móti við að af­henda verðlaun, en þær voru einnig að keppa og sjá fyr­ir sér að í framtíðinni muni þær taka við verðlaun­um í stað þess að af­henda þau. 

Linda Guðbjörg Friðriks­dótt­ir, 11 ára, Elísa­bet Líf Sig­valda­dótt­ir, 13 ára og Ey­vör Vaka Guðmunds­dótt­ir, 12 ára, eru all­ar í barna­flokki og koma frá hesta­manna­fé­lag­inu Geysi. 

Heiðdís Fjóla T. Jóns­dótt­ir og Vig­dís Anna Hjalta­dótt­ir eru báðar 14 ára og keppa í ung­linga­flokki fyr­ir hesta­manna­fé­lagið Sleipni.

Stelpurnar sjá um að afhenda verðlaun núna en ætla sér …
Stelp­urn­ar sjá um að af­henda verðlaun núna en ætla sér að taka á móti verðlaun­um í framtíðinni. mbl.is/Þ​óra Birna

Nóg af fyr­ir­mynd­um 

All­ar fimm stefna þær á at­vinnu­mennsku í hestaíþrótt­um í framtíðinni. Linda seg­ir að Gló­dís Rún Sig­urðardótt­ir, knapi í ung­menna­flokki sem hef­ur gert það gott á keppn­is­vell­in­um frá unga aldri, sé henn­ar fyr­ir­mynd. Ey­vör nefn­ir svo knap­ann Helgu Unu Björns­dótt­ur, sem hef­ur staðið sig vel á Lands­mót­inu í meist­ara­flokki. 

Elísa­bet á þó ekki langt að sækja sína fyr­ir­mynd, en hún kveðst líta upp til föður síns, sem er hestamaður sjálf­ur og heit­ir Sig­valdi Lár­us Guðmunds­son. 

Ey­vör kepp­ir á jóla­gjöf­inni

Linda, Elísa­bet og Vig­dís og Heiðdís fengu all­ar sín keppn­is­hross í hend­urn­ar ör­fá­um dög­um fyr­ir úr­töku­mót og höfðu því skamm­an tíma til að kynn­ast hest­in­um og und­ir­búa sig, en hafa staðið í ströngu síðan við æf­ing­ar. Linda viður­kenn­ir að það hafi verið svo­lítið ógn­vekj­andi að fara á stökk í fyrsta skipti á klár sem hún þekkti lítið, en svo gekk það bara vel. 

Ey­vör fékk mer­ina sem hún keppti á í jóla­gjöf, eft­ir að hafa verið að þjálfa hana í ein­hvern tíma á und­an. „Hún er al­veg geggjuð.“

Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur hafa flest­ar stelp­urn­ar hlotið þó nokkra reynslu af keppni í gegn­um tíðina. Þær hafa þó aldrei áður keppt á Lands­móti hesta­manna, og lýsa því sem skemmti­legri upp­lif­un, enda fjöl­mennt og glæsi­legt mót.

Þarf að kynn­ast vell­in­um

„Ég fór al­veg í smá sjokk þegar ég sá alla í brekk­unni þarna," seg­ir Elísa­bet, en hún komst í B-úr­slit og keppti því í dag, en það gerði Ey­vör líka. 

Tölu­vert meiri um­gjörð er í kring­um Lands­mót en á venju­leg­um mót­um, meðal ann­ars fán­ar, aug­lýs­inga­skilti og sjón­varps­skjá­ir. 

Stelp­urn­ar voru sam­mála um það að ef hest­ur­inn er bú­inn að fá að kynn­ast vell­in­um á und­an, kippi hann sér ekki mikið upp við skjá­inn. Linda seg­ir þó að sinn hest­ur hafi aðeins kippt sér upp við klappið í áhorf­end­um og Ey­vör seg­ir sinn hafa orðið smeyk­an við fán­ana.

Spurðar hverju þær séu spennt­ast­ar fyr­ir á Lands­mót­inu segj­ast þær ein­fald­lega hlakka til þess að skemmta sér.

Ein­róma spá­menn

Þá spáðu þær í spil­in fyr­ir úr­slit í meist­ara­flokkn­um og voru grun­sam­lega sam­mála.

Ef spá þeirra ræt­ist mun Þrá­inn frá Flag­bjarn­ar­holti, sem Þór­ar­inn Ey­munds­son sit­ur, sigra A-flokk gæðinga.

Ljósvaki frá Valstrýtu er að þeirra mati sig­ur­strang­leg­ast­ur í B-flokki gæðinga, en hann sit­ur Árni Björn Páls­son.

Þegar kom að tölt­inu urðu þær að hugsa sig aðeins um en voru svo ein­róma um það að Árni Björn Páls­son hlyti að taka það líka, á hest­in­um Ljúf frá Torfu­nesi. Reynd­ust þær sann­spár þar sem Árni Björn og Ljúf­ur sigruðu töltið seinna um kvöldið með ein­kunn­ina 9,17. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert