Rússar og Hvít-Rússar áfram í banni

Andrew Parsons er forseti Alþjóða ólympíuhreyfingar fatlaðra, IPC
Andrew Parsons er forseti Alþjóða ólympíuhreyfingar fatlaðra, IPC mbl.is/Víðir Sigurðsson

Íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi hefur verið sett í frekara keppnisbann af Alþjóða ólympíuhreyfingu fatlaðra eða International Paralympic Committee. 

Íþróttafólk frá þessum löndum var meinað að keppa á Paralympics vetrarleikunum síðasta vetur vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem Hvít-Rússar studdu. 

Í gær fundaði stjórn IPC um framhaldið í Berlín og voru greidd atkvæði á fundinum um frekara keppnisbann. 

64 greiddu atkvæði með keppnisbanninu en 39 greiddu atkvæði á móti. Bannið tekur strax gildi en Íþróttasambönd fatlaðra í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi geta leitað til áfrýjunardómstóls. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka