Ég er ekki sá besti í sögunni

Ronnie O'Sullivan.
Ronnie O'Sullivan. AFP/Oli Scarff

Ronnie O’Sullivan, fremsti snókerleikari heims, kveðst ekki vera sá besti í íþróttinni í sögunni.

O’Sullivan er gjarnan talinn færasti snókerleikari frá upphafi og getur með sigri á nýhöfnu heimsmeistaramóti í Sheffield á Englandi orðið sá sigursælasti í sögunni.

Hann hefur orðið heimsmeistari sjö sinnum á ferlinum, jafn oft og Stephen Hendry á sínum tíma. Næstur á eftir þeim Steve Davis með sex heimsmeistaratitla.

„Ég lít ekki á sjálfan mig sem þann besta í sögunni. Ég er kannski einn þeirra. Við erum með Hendry, Davis og ég er þarna á meðal þeirra.

Ég hef átt öðruvísi feril en þeir. Þeir áorkuðu þessu á tíu ára tímabili á meðan ég hef misst dampinn, fundið mig á ný, misst aftur dampinn og svo tekið mig aftur saman í andlitinu,“ sagði O‘Sullivan í samtali við BBC Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert