Myndir: Andrésar Andar leikarnir hafnir

Leikarnir hófust í kvöld með setningarathöfn og skrúðgöngu.
Leikarnir hófust í kvöld með setningarathöfn og skrúðgöngu. mbl.is/Þorgeir

Andrésar Andar leikarnir á Akureyri hófust með pompi og prakt í kvöld. 

Leikarnir hófust við setningarathöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri að lokinni stærðarinnar skrúðgöngu frá Lundarskóla en um 1.500 tóku þátt. 

Um 1.500 manns tóku þátt í göngunni.
Um 1.500 manns tóku þátt í göngunni. mbl.is/Þorgeir

Leikarnir eru stærsta skíðamót landsins með tæplega 900 keppendur á aldrinum 4-15 ára ár hvert.

Í ár eru 876 börn frá 16 félögum á Íslandi skráð.

Alls koma um 3.000-4.000 manns að leikunum með einum eða öðrum hætti að þjálfurum, foreldrum og fjölskyldum meðtöldum.

Setningarathöfn fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri.
Setningarathöfn fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri. mbl.is/Þorgeir

Um langt skeið hefur verið keppt bæði í alpagreinum skíðaíþrótta sem og skíðagöngu, en árið 2012 var í fyrsta skipti keppt á snjóbrettum og hefur sú grein verið að eflast og stækka innan leikanna.

Einnig hefur verið keppt í svokölluðum stjörnuflokki sl. 10 ár, en þar keppa fatlaðir eða hreyfihamlaðir íþróttamenn.

Patrek Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, tróð upp á setningarathöfninni.
Patrek Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, tróð upp á setningarathöfninni. mbl.is/Þorgeir

Um nokkurra ára skeið hefur yngri börnum á aldrinum 4-5 ára einnig boðist að taka þátt á leikjabraut – en meðal yngri barnanna er ekki keppt um verðlaun heldur hljóta öll börnin þátttökuverðlaun.

Eru 86 börn í yngsta flokki skráð til þátttöku í ár.

Frekari upplýsingar og dagskrá mótsins má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka