Hreinn úrslitaleikur við Ísrael eftir tap gegn Áströlum

Halldór Skúlasons skoraði í dag.
Halldór Skúlasons skoraði í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Ísland þarf að á sigri að halda gegn Ísrael í lokaleik liðsins á í 2. deild A í heimsmeistarakeppninni í íshokkí karla sem fram fer í Belgrad í Serbíu. Ísland tapaði 3:2 fyrir Ástralíu í dag.

Ástralir komust í 3:0 í leik dagsins en Gunnar Arason og Halldór Skúlason minnkuðu muninn fyrir Ísland í 3:2 sem urðu lokatölur leiksins. Ísland leikur gegn Ísrael á laugardaginn og tapliðið fellur í 2. deild B. 

Ísland hefur tapað öllum leikjum sínum hingað til en önnur lið í riðlinum auk Íslands og Ísrael eru heimamenn í Serbíu, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Ástralir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka