Austin lék með sundgleraugu á höfðinu

Woody Austin þykir einstaklega litríkur kylfingur.
Woody Austin þykir einstaklega litríkur kylfingur. AP

Bandaríski kylfingurinn Woody Austin er á meðal vinsælustu kylfinga heims eftir ótrúleg tilþrif í Forsetabikarnum sem lauk á sunnudaginn í Montreal í Kanada. Austin féll með tilþrifum beint á andlitið í vatnstorfæru við 14. flöt á öðrum keppnisdegi gegn Alþjóðlega úrvalsliðinu. Austin lét það ekkert á sig fá og fékk þrjá fugla í röð á síðustu þremur holunum og tryggði bandaríska úrvalsliðinu stig í þeirri viðureign.

Þegar ljóst var á lokakeppnisdeginum að bandaríska liðið væri búið að tryggja sér sigur í Forsetabikarnum gerði Austin grín að sjálfum sér þegar hann mætti til leiks á 14. brautina. Hann setti upp sundgleraugu af stærri gerðinni og lék með þau á höfðinu á þeirri braut. Austin er nú gríðarlega vinsæll í heimalandinu en hann þykir hafa komið með ferska vinda inn í bandarísku PGA-mótaröðina.

Frétt og myndband af sundferð Austin.

Woody Austin undirbýr sig fyrir grínþáttinn í Montreal.
Woody Austin undirbýr sig fyrir grínþáttinn í Montreal. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert