Birgir á 4 höggum yfir pari eftir 12 holur

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Reuters

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG hóf keppnistímabilið á Evrópumótaröðinni í golfi í dag á Alfred Dunhill meistaramótinu sem fram fer á  Leopard Creek við Mpumalanga í Suður-Afríku. Birgir mun leika á tveimur mótum í Suður-Afríku á næstu 10 dögum. Fylgst verður með gangi mála hjá Birgi á mbl.is í dag.

Birgir hóf leik á 1. teig í dag og byrjaði hann á því að fá skramba (+2) en hann fékk fugl (-1) á 2. braut. Hann lék síðan 8., 9., 10. og 12. braut á einu höggi yfir pari en á 11. braut fékk hann fugl. Birgir er því á 4 höggum yfir pari og er í 99. sæti þessa stundina.

Sion Bebb frá Wales hefur leikið best þeirra sem hafa lokið leik í dag en hann lék á 67 höggum eða 5 höggum undir pari vallar.  

Skorkort Birgis

Staðan á mótinu.

Birgir fékk óvæntan gest. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert