Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á Alfred Dunhill meistaramótsins í golfi í Suður-Afríku. Hann bætti sig um 9 högg frá því í gær þar sem hann lék á 79 höggum eða 7 höggum yfir pari vallar. Hann lék á 70 höggum í dag og er hann á 5 höggum yfir pari samtals.
Hann endaði í 84.-94. sæti og það dugði ekki til þess að komast í gegnum niðurskurðinn.
Lee Slattery frá Englandi er efstur af þeim sem hafa lokið leik í dag. Hann fór upp um 36 sæti en hann lék á 73 höggum í gær en 65 höggum í dag og er hann samtals á 6 höggum undir par. Ernie Els frá Suður-Afríku er á 5 höggum undir pari og Darren Clarke frá Norður-Írland er á 2 höggum undir pari samtals eftir 36 holur.
Næsta fimmtudag hefst annað mót á Evrópumótaröðinni í Suður-Afríku og mun Birgir leika á því móti, SA Airways-meistaramótið. Hann komst í gegnum niðurskurðinn á því móti í fyrra og endaði í 82. sæti. Í fyrra endaði Birgir í 118. sæti á Alfred Dunhill meistaramótinu þar sem hann lauk leik á 8 höggum yfir pari vallar.
Skorkort Birgis.
Staðan á mótinu.