Sonur Tiger komst ekki á US Open

Charlie Woods ásamt föður sínum, Tiger.
Charlie Woods ásamt föður sínum, Tiger. AFP/ANDREW REDINGTON

Charlie Woods náði ekki að vinna sér inn þátttökurétt á US Open. Woods lenti í 61. sæti á formóti US Open í Flórída en fimm efstu kylfingarnir komust áfram á næsta stig.

Charlie er sonur goðsagnarinnar Tiger Woods og hefur pilturinn vakið athygli fyrir hæfileika sína á golfvellinum. Charlie er einungis 15 ára gamall en faðir hans tók ekki þátt í US Open fyrr en á tuttugasta aldursári. 

Tíminn vinnur því með þessum hæfileikaríka kylfingi en ljóst er að sviðsljósið mun beinast að honum í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert