Meiðsli sem hafa plagað Viktor lengi

Viktor Gísli Hallgrímsson er að glíma við meiðsli.
Viktor Gísli Hallgrímsson er að glíma við meiðsli. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Viktor Gísli Hallgrímsson, Stiven Tobar Valencia og Kristján Örn Kristjánsson (Donni) verða ekki með íslenska landsliðinu í handbolta gegn Eistlandi í umspili um sæti á lokamóti EM í byrjun næsta árs.

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari ræddi þríeykið í viðtali við mbl.is í dag, en þeir eru að glíma við misalvarleg meiðsli.

„Donni fór í aðgerð eftir EM og er að jafna sig á axlarmeiðslum. Það tekur sinn tíma. Ég ræddi við hann um daginn og mér fannst ekki rétt að hann væri að þvinga sig í þessa leiki. Stiven meiddist á öxl fyrir um það bil viku, en hann virðist hafa sloppið vel.

Viktor er svo á leiðinni í aðgerð vegna meiðsla sem hafa plagað hann lengi. Hann er einn af okkar mikilvægustu mönnum en mér líður vel með Gústa og Bjögga.

Ef við komumst á lokamótið er gott að Viktor er búinn í aðgerð og búinn að losna við það sem hefur verið að angra hann,“ sagði Snorri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert