Valur þarf einn í viðbót

Valskonan Morgan Marie Þorkelsdóttir skýtur að marki Vals í kvöld.
Valskonan Morgan Marie Þorkelsdóttir skýtur að marki Vals í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Íslandsmeistarar Vals eru einum sigri frá því að komast í úrslit Íslandsmóts kvenna í handbolta eftir afar sannfærandi útisigur á ÍBV í kvöld, 34:23, í öðrum leik liðanna.

Er staðan í einvíginu nú 2:0 fyrir Val, en Valskonur unnu einnig sannfærandi stórsigur í fyrsta leik.

Rétt eins og í fyrsta leik á heimavelli lagði Valur grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik, en staðan eftir hann var 18:9 og eftirleikurinn auðveldur.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði ellefu mörk fyrir Val, þar af þrjú víti. Elín Rósa Magnúsdóttir gerði fimm mörk og Hafdís Renötudóttir varði 15 skot í markinu.

Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst hjá ÍBV og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Þóra Björg Stefánsdóttir komu þar á eftir með fjögur hvor. Öll mörk Hrafnhildar komu af vítalínunni.

ÍBV 23:34 Valur opna loka
60. mín. Agnes Lilja Styrmisdóttir (ÍBV) skoraði mark Gerir vel fyrir utan á nærstöngina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert