Haukar í úrslitaeinvígið

Alfa Brá Hagalín sækir að Hafnfirðingum í dag.
Alfa Brá Hagalín sækir að Hafnfirðingum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar tryggðu sér sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta með útisigri á Fram, 27:23, í þriðja leik liðanna í Úlfarsárdal í dag. Haukar unnu einvígið 3:0 og mæta Val í úrslitaeinvígi.

Haukar byrjuðu af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Fram svaraði með góðum kafla og breytti stöðunni í 5:4. Haukar tóku aftur við sér eftir það og voru skrefinu á undan það sem eftir lifði fyrri hálfleiks.

Að lokum voru gestirnir þremur mörkum yfir í hálfleik, 11:9. Haukar voru með aðeins betri markvörslu og þá tapaði Fram heldur mörgum boltum í sókninni, sem skildi liðin að í annars frekar jöfnum hálfleik.

Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og komust fjórum mörkum yfir í fyrsta skipti í stöðunni 13:9. Framarar neituðu að gefast upp og nokkrum mínútum síðar var munurinn eitt mark, 14:13.

Sem fyrr svöruðu Haukar vel því munurinn var aftur fjögur mörk þegar átta mínútur voru eftir, 22:18. Tókst Fram ekki að jafna eftir það.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Fram 23:27 Haukar opna loka
60. mín. Sara Katrín Gunnarsdóttir (Haukar) skoraði mark Gegnumbrot.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert