Svona standa leikar á Landsmóti hestamanna

Elvar Þormóðsson er fyrsti Landsmótssigurvegarinn í ár, en hann sigraði …
Elvar Þormóðsson er fyrsti Landsmótssigurvegarinn í ár, en hann sigraði gæðingaskeiðið. Ljósmynd/Óla myndir

Fyrsti Lands­móts­sig­ur­veg­ar­inn 2022 var krýnd­ur í gær, en það var hann Elv­ar Þormars­son sem bar sig­ur úr být­um í gæðinga­skeiði á mer­inni Fjalla­dís frá Fornu­strönd­um.

Veðrið stríddi hesta­mönn­um í gær og setti mark sitt á dag­skránna, það var þó ekki að sjá bil­bug á nokkr­um manni við setn­ing­ar­at­höfn­ina og veðrið hef­ur al­deil­is tekið við sér í dag.

Nú er hæg­ur vind­ur og hlýtt í veðri, en heyra má fólk kvarta yfir að hafa valið sér of hlýja yf­ir­höfn milli þess sem það ósk­ar hvoru öðru gleðilega hátíð. Tún­in eru orðin þétt skipuð fjöl­breytt­um bíla­kosti og lang­ar raðir tekn­ar að mynd­ast á flest­um veit­inga­bás­um. 

Góð stemmning er í brekkunni, bjart og hlýtt í veðri.
Góð stemmn­ing er í brekk­unni, bjart og hlýtt í veðri. mbl.is/​Há­kon Páls­son

Fljót­ustu kapp­ar kapp­reiðanna

Sig­ur­veg­ari kapp­reiðanna í 250 metra skeiði er Kon­ráð Val­ur Sveins­son á hest­in­um Kjark frá Árbæj­ar­hjá­leigu. Þeir voru einnig með besta tím­ann í þess­ari grein á síðasta Lands­móti, en í ár voru þeir 22,10 sek­únd­ur að ljúka við sprett­inn.

Sig­ur­björn Bárðar­son legg­ur ekki í vana sinn að fara bikarlaus heim af Lands­móti. Hann sigraði 150 metra skeiðið á hest­in­um Vök­uli frá Tungu­hálsi II. En þeir voru ekki nema 14,17 sek­únd­ur a klára þann sprett. 

Sig­ur­veg­ar­ar í íþrótta­grein­um

Sara Sig­ur­björns­dótt­ir og hest­ur­inn Flóki frá Odd­hóli, sem er jafn­framt í henn­ar eigu, stóðu uppi sem sig­ur­verg­ar­ar í fimm­gangi meist­ara í morg­un með ein­kunn­ina 7,8. 

Í fjór­gangi meist­ara sigraði parið Jó­hanna Mar­grét Snorraddótt­ir og Bárður frá Mela­bergi með ein­kunn­ina 7,97.   

Sig­ur­ver­ar í slaktauma­tölti meist­ara voru þeir Hinrik Braga­son og Kveik­ur frá Hrís­dal, með ein­kunn­ina 8,33. 

Ljóst hverj­ir taka þátt í hápunkt­in­um

Þá liggja einnig fyr­ir niður­stöður í B-úr­slit­um og því ljóst hverj­ir taka þátt í A-úr­slit­um gæðinga­grein­anna á morg­un, sem eru hápunkt­ur Lands­móts­ins. 

Katla Sif Snorra­dótt­ir sigraði B-úr­slit á hest­in­um Flug­ari frá Morastöðum, með ein­kunn­ina 8,1 í flokki ung­menna.

Sig­urður Stein­gríms­son og mer­in Hátíð frá For­sæti II unnu sé þátt­töku­rétt í A-úr­slit­um ung­linga með ein­kunn­ina 8,9 og í barna­flokki voru það þeir fé­lag­ar Há­kon Þór Krist­ins­son og Magni frá Kald­bak, sem komust upp í A-úr­slit með ein­kunn­ina 8,7.

Kolskegg­ur frá Kjarn­holti er sá hest­ur sem ásamt knap­an­um Sig­urði Sig­urðssyni, komust upp í A-úr­slit í A-flokki meist­ara, þar sem sýnd­ar eru all­ar fimm gang­teg­und­ir ís­lenska hests­ins. 

Í B-flokki meist­ara, þar sem all­ar gang­teg­und­ir nema skeið eru sýnd­ar, voru það þeir Jakob Svavar Birg­is­son og hest­ur hans, Tumi frá Jarðbrú, sem sigruðu B-úr­slit með ein­kunn­ina 9,1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert