Krýsuvíkurleiðin að titlinum

Sigurður, Hátíð og Úlfar, eigandi Hátíðar.
Sigurður, Hátíð og Úlfar, eigandi Hátíðar. mbl.is/Þóra Birna

„Hún topp­ar sig þegar hún á að toppa sig,“ seg­ir Sig­urður Stein­gríms­son um mer­ina Hátíð frá For­sæti II, en þau eru Lands­móts­sig­ur­veg­ar­ar í ung­linga­flokki árið 2022.

Sig­urður og Hátíð fóru sann­kallaða Krýsu­vík­ur­leið að titl­in­um, en í for­keppni raðaði parið sér í átt­unda sæti. Eft­ir mill­iriðil féllu þau niður í það tí­unda og þurftu því að sigra B-úr­slit­in til þess að öðlast þátt­töku­rétt í A-úr­slit­um, þar sem þau báru svo sig­ur úr být­um með ein­kunn­ina 8,97. 

„Við vor­um ekki sterk­ust í for­keppni eða mill­iriðli, en Hátíð veit hvenær hún á að standa sig.“

Sann­kallaður gæðing­ur

Í úr­slit­um voru fyrst lesn­ar upp ein­kunn­ir fyr­ir hæga töltið og þá sá Sig­urður að það yrði á bratt­ann að sækja fyr­ir sig að ná efsta sæt­inu. 

„Ég varð hel­víti stressaður og þurfti þess vegna að slá aðeins í og vera harður til að ná sigr­in­um.“ Það gerði hann og hækkaði sig því hressi­lega í bæði brokki og yf­ir­ferðartölti. 

„Ef þú þarft að lýsa gæðingi þá er þetta hrossið, þessi meri er sann­kallaður gæðing­ur,“ seg­ir Sig­urður um Hátíð. 

Fimm fol­alda móðir

Hátíð er fimm fol­alda móðir en það var ekki að sjá á sýn­ing­unni. 

„Hún fór á Lands­mót árið 2014 fimm vetra í kyn­bóta­dóm og fékk 9,5 frá þrem­ur dómur­um. Svo eignaðist hún fol­ald og mætti aft­ur á Lands­mót sjö vetra þar sem hún keppti í tölti og fékk 8,44 og 8,8 í A-úr­slit­um í B-flokki meist­ara. Svo eignaðist hún enn annað fol­ald en mætti aft­ur á keppn­is­völl­inn og endaði í þriðja sæti í A-úr­slit­um í B-flokki 2018.“

Þá bæt­ir hann við að nú, fjór­um árum seinna, mæti hún aft­ur á Lands­mót og fari loks þaðan sem sig­ur­veg­ari. 

Stóð við stóru orðin

Sig­urður sjálf­ur tók þátt á síðasta Lands­móti þar sem hann endaði í öðru sæti á mer­inni Elvu frá Auðsholts­hjá­leigu. Sú meri var einnig í þess­um úr­slit­um, en hún bar nú knap­ann Sig­ur­björgu Helga­dótt­ur og enduðu þær í fimmta sæti.

Úlfar Al­berts­son er eig­andi Hátíðar. 

„Ég hringi í Úlfar í vet­ur, þegar ég vissi að hún væri geld, og ég spurði hvort það væri ekki kom­inn tími til þess að vinna Lands­mót. Hann gaf mér tæki­færi til að standa við stóru orðin og ég gerði það.“

Sigurður Steingrímsson fagnaði titlinum með gestum í brekkunni að lokinni …
Sig­urður Stein­gríms­son fagnaði titl­in­um með gest­um í brekk­unni að lok­inni verðlauna­af­hend­ingu. Ljós­mynd/Ó​la mynd­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert