Sigurður og Árni Björn sigurvegarar á Landsmótinu

Landsmót kveður að sinni.
Landsmót kveður að sinni. Hákon Pálsson

All­ir Lands­móts­sig­ur­veg­ar­ar hafa nú verið krýnd­ir fyr­ir Lands­mót hesta­manna árið 2022.

Kolskegg­ur frá Kjarn­ar­holti og knapi hans Sig­urður Sig­urðsson eru Lands­móts­sig­ur­veg­ar­ar í A-flokki gæðinga. Þeir höfðu kom­ist í B-úr­slit en unnið þau og hífðu sig svo upp um átta sæti í kvöld með glæsi­legri sýn­ingu og sóttu þannig bik­ar­inn.

Í B-flokki meist­ara stóðu Árni Björn Páls­son og Ljósvaki frá Valstrýtu uppi sem sig­ur­veg­ar­ar með ein­kunn­ina 9,2 og er þetta því ann­ar tit­ill­inn sem Árni Björn tek­ur með sér heim af þessu Lands­móti.

Þá voru þeir Bene­dikt Ólafs­son og Bisk­up frá Ólafs­haga sig­ur­veg­ar­ar í flokki ung­menna, en á síðasta Lands­móti hlaut parið þenn­an sama titil nema þá í flokki ung­linga. 

Lands­móti lokið

Sleipn­is­bik­ar­inn þetta árið hlaut Sjóður frá Kirkju­bæ, en Sleipn­is­bik­ar­inn er veitt­ur þeim stóðhesti sem getið hef­ur af sér flest hátt dæmdu af­kvæm­in á und­an­förn­um árum.

Mót­inu lauk nú klukk­an 22.30 og þá byrj­ar ballið þar sem all­ir knap­ar geta loks sleppt af sér beisl­inu og dansað við und­ir­leik Pap­anna. Á morg­un bjóða svo rækt­un­ar­bú­in áhuga­söm­um að líta við og skoða starf­sem­ina og hesta­kost­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert