Sigurður og Árni Björn sigurvegarar á Landsmótinu

Landsmót kveður að sinni.
Landsmót kveður að sinni. Hákon Pálsson

Allir Landsmótssigurvegarar hafa nú verið krýndir fyrir Landsmót hestamanna árið 2022.

Kolskeggur frá Kjarnarholti og knapi hans Sigurður Sigurðsson eru Landsmótssigurvegarar í A-flokki gæðinga. Þeir höfðu komist í B-úrslit en unnið þau og hífðu sig svo upp um átta sæti í kvöld með glæsilegri sýningu og sóttu þannig bikarinn.

Í B-flokki meistara stóðu Árni Björn Pálsson og Ljósvaki frá Valstrýtu uppi sem sigurvegarar með einkunnina 9,2 og er þetta því annar titillinn sem Árni Björn tekur með sér heim af þessu Landsmóti.

Þá voru þeir Benedikt Ólafsson og Biskup frá Ólafshaga sigurvegarar í flokki ungmenna, en á síðasta Landsmóti hlaut parið þennan sama titil nema þá í flokki unglinga. 

Landsmóti lokið

Sleipnisbikarinn þetta árið hlaut Sjóður frá Kirkjubæ, en Sleipnisbikarinn er veittur þeim stóðhesti sem getið hefur af sér flest hátt dæmdu afkvæmin á undanförnum árum.

Mótinu lauk nú klukkan 22.30 og þá byrjar ballið þar sem allir knapar geta loks sleppt af sér beislinu og dansað við undirleik Papanna. Á morgun bjóða svo ræktunarbúin áhugasömum að líta við og skoða starfsemina og hestakostinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka