Tryggja að fólk mæti ekki með rangan hest

Sigurgeir Jóhannsson járningarmaður stendur vaktina í fótaskoðun, með örmerkjaskannann að …
Sigurgeir Jóhannsson járningarmaður stendur vaktina í fótaskoðun, með örmerkjaskannann að vopni. mbl.is/Hákon Pálsson

Vask­ir járn­inga­menn standa vakt­ina í fóta­skoðun á Lands­móti hesta­manna, þar sem þeir ganga úr skugga um að búnaður og ástand á hest­um sé eins og hann á að vera. 

Sig­ur­geir Jó­hanns­son, járn­ingamaður í fóta­skoðun, seg­ir mótið hafa gengið vel. Hann var í sama hlut­verki á síðasta Lands­móti, árið 2018, en hann kveðst sjá mun á gæðum járn­ing­anna með ári hverju. 

„Við erum bún­ir að vera að mæla hófa og skoða búnaðinn. Áverk­ar hafa verið í al­geru lág­marki til þessa og járn­ing­arn­ar eru virki­lega góðar.“

„Pottþétt gerst ein­hvern tíma“

Fóta­skoðun­ar­menn­irn­ir taka á móti kepp­end­um ým­ist fyr­ir eða eft­ir að þeir hafa lokið sýn­ingu. Þá er dreg­inn fram ör­merkjask­anni og hon­um rennt yfir hest­inn. Niður­stöður eru svo born­ar sam­an við gagna­grunn og það sann­reynt að hest­ur­inn sé sá sem knap­inn segi hann vera. 

Enn hef­ur ekk­ert til­vik komið upp á mót­inu þar sem knapi reyn­ir að svindla á þessu og mæt­ir með rang­an hest til keppni. „Það hef­ur samt pottþétt gerst ein­hvern tíma.“

Knapar hita upp og fá leiðsögn ráðgjafa sinna inn í …
Knap­ar hita upp og fá leiðsögn ráðgjafa sinna inn í reiðhöll­inni áður en þeir ríða inn á völl­inn. mbl.is/​Há­kon Páls­son

Hlíf­arn­ar mega ekki vera of þung­ar

Þá eru skeif­urn­ar skoðaðar og farið yfir járn­ing­una, einkum hvort svo­kallaðir krans­ar, kítt eða botn­ar séu milli skeif­unn­ar og hófs­ins, og þyngd þess. 

Í keppni tíðkast að setja hvít­ar hlíf­ar á fram­fæt­ur hest­anna til þess að bæta gang þeirra eða auka fóta­b­urð. Þess­ar hlíf­ar eru jafn­an þyngd­ar, en fóta­búnaður má þó ekki fara yfir til­tekna þyngd, sam­kvæmt reglu­gerð FEIF, alþjóðasam­bands hesta­manna, sem miðar að því að tryggja vel­ferð hrossa.

„Við vigt­um hlíf­arn­ar og skoðum beislis­búnaðinn, en þetta þarf allt að vera í sam­ræmi við reglu­gerðina.“

Skeifur eru skoðaðar, hófar mældir og hlífar vigtaðar.
Skeif­ur eru skoðaðar, hóf­ar mæld­ir og hlíf­ar vigtaðar. mbl.is/​Há­kon Páls­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert