Eva heldur til Ástralíu

Eva Margrét Kristjánsdóttir í leik með Haukum á dögunum.
Eva Margrét Kristjánsdóttir í leik með Haukum á dögunum. mbl.is/Óttar Geirsson

Eva Margrét Kristjánsdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, hefur skrifað undir samning við ástralska félagið Keilor Thunder. Kemur hún frá Haukum og skrifar undir samning sem gildir út tímabilið.

Keilor leikur í suðurhluta næstefstu deildar í Ástralíu, NBL1-deildinni.

Eva Margrét, sem er 26 ára framherji, hóf feril sinn afar ung að árum hjá KFÍ, sem nú heitir Vestri, en hefur leikið með Haukum frá árinu 2015.

Tímabilið í Ástralíu hefst í næsta mánuði.

„Eva mun færa okkur mikla reynslu sem mun koma sér vel fyrir liðið innan og utan vallar. Við hlökkum til þess að Eva komi fljótlega og láti til sína taka á tímabilinu 2023,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert