Fór ófögrum orðum um þjálfara Aþenu

Hörður Unnsteinsson, þjálfari KR.
Hörður Unnsteinsson, þjálfari KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hörður Unnsteinsson, þjálfari KR, var mjög ósáttur við ummæli Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara Aþenu, eftir að Aþena vann KR í oddaleik liðanna í undanúrslitum umspilsins um sæti í efstu deild kvenna í körfubolta fyrir þremur dögum. 

Umdeildi þjálfarinn Brynjar Karl sagði eftir leik að sínar stúlkur höfðu verið minna lélegar en KR-stúlkurnar, og þess vegna unnið leikinn. Aþena mætir Tindastóli í úrslitaeinvígi umspilsins um sæti í efstu deild. 

Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu.
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undarleg drottningarviðtöl

Hörður Unnsteinsson gaf frá sér pistil á Facebook-síðu sinni í morgun til að segja frá ósætti sínu við ummælum Brynjars. 

„Ég hef nú ekki oft nýtt mér samfélagsmiðla til að dást að stelpunum mínum, en ég stenst hreinlega ekki mátið eftir þessi undarlegu drottningarviðtöl við þjálfara Aþenu á Vísi í vikunni.

„Vorum minna lélegar en KR” segir þjálfarinn í þessu nýjasta glórulausa viðtali, einstaklega smásálarleg ummæli í ljósi þess að hann mætti með þrjá atvinnumenn til leiks í 1. deild kvenna. Þær þurftu heldur betur á þeim öllum til að vinna okkur í oddaleik.

Þarna var tækifæri til að skammast sín og gefa andstæðingnum (sem mættu þeim og unnu þær tvisvar með 10 bekkinga í róteringu) virðingu en það var um of fyrir hann.

Þrátt fyrir þetta svekkjandi tap þá er ég alveg ótrúlega stoltur af mínum stelpum, að hafa tekist á við öll meiðslin og mótlætið með kassann úti. Þær voru stórkostlegar,“ sagði Hörður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka