Valda stórliðinu enn einu sinni vandræðum

Frá vinstri, Tyler Herro og Caleb Martin fóru fyrir sínum …
Frá vinstri, Tyler Herro og Caleb Martin fóru fyrir sínum mönnum í nótt. AFP/Winslow Townson

Miami Heat vann óvæntan sigur á Boston Celtics, 111:101, í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni bandarísku NBA-deildarinnar í körfubolta karla í Boston í nótt. 

Miami jafnaði þar með einvígið, 1:1, en Boston vann fyrsta leikinn. 

Besti leikmaður Miami Heat, Jimmy Butler, verður fjarverandi allt einvígið en hann fór á kostum fyrir Miami gegn Boston í einvígi liðanna í úrslitum austurdeildarinnar í fyrra sem Miami vann 4:3. 

Þá fyllti Tyler Herro í hans skarð í nótt en Miami-maðurinn var með 24 stig, fimm fráköst og 14 stoðsendingar. Hjá Boston skoraði Jaylen Brown 33 stig. 

Næstu tveir leikir liðanna fara fram í Boston. 

Oklahoma stendur undir nafni

Oklahoma City Thunder, sem hafnaði í fyrsta sæti vesturdeildarinnar, vann sinn annan leik gegn New Orleans Pelicans, 124:92, í Oklahoma í nótt. 

Oklahoma er þar með komið með 2:0-forystu en Shai Gilgeous-Alexander fór enn einu sinni fyrir sínum mönnum með 33 stig, þrjú fráköst og fimm stoðsendingar. 

Hjá New Orleans skoraði Jonas Valanciunas 19 stig. 

Næstu tveir leikir liðanna fara fram í New Orleans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka