Lamaðist í andliti

Joel Embiid í leik gegn New York Knicks í nótt.
Joel Embiid í leik gegn New York Knicks í nótt. AFP/Tim Nwachukwu

Joel Embiid, stærsta stjarna Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfuknattleik karla, lamaðist í andliti í vikunni.

Andlitslömunin sem Embiid greindist með kallast Bell’s palsy og lýsir sér í því að annar hluti andlitsins lamast.

Hann lét ekki greininguna á sig fá og skoraði 50 stig í sigri á New York Knicks í nótt.

Á Doktor.is kemur fram að Bell’s palsy sé sjaldgæft ástand sem valdi skyndilegri lömun á andlitsvöðvum. „Yfirleitt verður lömunin bara öðru megin í andliti en í sjaldgæfum tilfellum veldur Bell´s palsy lömun á taugum báðum megin í andliti.“

Nákvæm orsök er óþekkt en hjá flestum gengur lömunin til baka, þar sem fullum bata er yfirleitt náð innan hálfs árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert