Stjarnan jafnaði metin gegn deildarmeisturunum

Úr leik dagsins
Úr leik dagsins mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan og Keflavík áttust við í öðrum leik undanúrslitaviðureignar liðanna í Íslandsmóti kvenna í körfubolta í dag og lauk leiknum með sigri Stjörnunnar 85:82.

Leikurinn í dag byrjaði með svipuðum hætti og leikurinn í Keflavík þar sem Stjarnan leiddi í fyrsta og öðrum leikhluta. Það var þó talsvert jafnara á með liðunum í byrjun í dag og skiptust liðin á að vera yfir í fyrsta leikhluta.

Stjarnan skoraði fyrstu 5 stig leiksins í dag en þá komu 7 stig í röð frá Keflavík sem kom þeim í forystu. Stjarnan jafnaði í stöðunni 7:7 og komust yfir 14:7 en þá komu 10 stig í röð frá liði Keflavíkur sem kom þeim í forystu 17:14. Keflavík leiddi eftir fyrsta leikhluta með þremur stigum 23:20. Birna Benonýsdóttir átti frábæra byrjun í liði Keflavíkur og skoraði 12 stig í fyrsta leikhluta.

Annar leikhluti var Stjörnunnar.

Stjarnan jafnaði fljótlega í öðrum leikhluta í stöðunni 23:23. Eftir það skipust liðin á að komast yfir en stjörnukonur náðu síðan forystu í stöðunni 32:31 sem þær létu ekki aftur af hendi í leikhlutanum. Endaði annar leikhluti í stöðunni 47:42.

Ísold Sævarsdóttir með 12 stig og 5 fráköst í fyrri hálfleik fyrir Stjörnuna. Denia Davis-Steward var með 11 stig. Bergdís Þorsteinsdóttir var með 6 fráköst.

Í liði Keflavíkur var Birna Benonýsdóttir með 14 stig og 2 fráköst í fyrri hálfleik. Fyrirliðinn Anna Ingunn Svansdóttir var með 9 stig og eitt frákast.

Óvænt úrslit í Garðabæ
Óvænt úrslit í Garðabæ mbl.is/Árni Sæberg

Stjörnukonur mættu dýrvitlausar inn í þriðja leikhluta og náðu 10 stiga forskoti eftir tæplega 4 mínútna leik. Keflavík hætti aldrei og gerði hverja atlöguna á fætur annari til að minnka muninn og tókst mest að komast niður í 6 stig í stöðunni 57:51. Stjarnan náði aftur 10 stiga forskoti í stöðunni 63:53. Fór svo að Stjarnan leiddi með 7 stigum fyrir fjórða leikhluta. Staðan eftir þriðja leikhluta 63:56.

Þegar tæplega 6 mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta er brotið á Birnu Benonýsdóttur í liði Keflavíkur. Dómarar leiksins dæmdu villu og fagnaði Birna dómnum með því að klappa til þeirra. Fór svo að dómararnir dæmdu tæknivillu. Stórfurðuleg ákvörðun að mínu mati.

Stjarnan með sterkari taugar í 4 leikhluta.

Lið Keflavíkur mættu í fjórða leikhlutann og keyrðu af öllu afli á lið Stjörnunnar en það dugði ekki til. Keflvíkurkonur jöfnuðu í stöðunni 65:65 og komust yfir í stöðunni 69:67. Stjarnan jafnaði í 69:69 en þegar 38 sekúndur voru eftir af fjórða leikhluta var Keflavík með þriggja stiga forskot í stöðunni 82:79 fyrir Keflavík.

Héldu þá flestir að keflavíkurkonur væru komnar með 2:0 forskot í einvíginu en því voru stjörnukonur alls ekki sammala. Þær jöfnuðu í stöðunni 82:82 og komust svo yfir 83:82. Keflavík reyndi að stela sigrinum en Stjörnukonur innsigluðu sigurinn með tveimur vítaskotum og unnu að lokum frækin sigur 85:82 og jafna einvígið.

Það er því alveg ljóst að lið Keflavíkur er alls ekki ósigrandi eins og margir hafa haldið fram, þar á meðal undirritaður.

Stiahæst í liði Stjörnunnar var Ísold Sævarsdóttir með 25 stig en í lið Keflavíkur var Birna Benonýsdóttir með 21 stig.

Liðin mætast þriðja sinn í Keflavík á sunnudag kl 19:15.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Stjarnan 85:82 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert