Yfir hundrað manns mættu á morgunverðafund hjá Kompaní, viðskiptaklúbbi Morgunblaðsins og mbl.is, sem haldinn var að Hádegismóum í morgun.
„Við vorum mjög ánægð með að sjá svona marga viðskiptavini á fundinum. Morgunverðafundirnir hjá Kompaní hafa alltaf verið mjög vel sóttir en nú komu fleiri en nokkru sinni fyrr,“ segir Magnús E. Kristjánsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Árvakurs.
Á fundinum í morgun var fjallað um tölvupóst sem markaðstæki. Leópold Sveinsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar Argus, fræddi Kompaní-félaga um helstu kosti tölvupóstsins sem markaðstækis.
Kompaní er viðskiptaklúbbur Morgunblaðsins og stendur reglulega fyrir fræðslufundum og fyrirlestrum.