Grunur Vilhjálms er alltaf sá sami

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálstæðisflokksins.
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vil­hjálm­ur Bjarna­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir að sig hafi grunað lengi að fé­lagið Dek­hill Advisors, sem fékk hluta hagnaðar­ins af Hauck & Auf­häuser-flétt­unni á móti Ólafi Ólafs­syni, væri ennþá til.

„Mig er búið að gruna þetta nokkuð lengi,“ seg­ir Vil­hjálm­ur í sam­tali við blaðamann sem truflaði Vil­hjálm þar sem hann var að spila brids. „Grun­ur minn er alltaf sá sami; að maður sem á fæðing­ar­dag 8.8. '54 eigi reikn­ing núm­er 668854. Það hef­ur ekk­ert breyst.

Hvaða kynþokka­fulli maður á af­mæli 8. ág­úst og er fædd­ur 1954?“ spurði Vil­hjálm­ur á Face­book-síðu sinni 31. mars skömmu eft­ir skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar um sölu Búnaðarbank­ans.

Dek­hill Advisors fékk hluta hagnaðar­ins af Hauck & Auf­häuser-flétt­unni á móti Ólafi Ólafs­syni. Árið 2006 voru 46,5 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala greidd­ar af banka­reikn­ingi Well­ing & Partners til af­l­ands­fé­lags­ins Dek­hill Advisors Lim­ited sem var skráð á Tor­tóla.

Vil­hjálm­ur hef­ur enga trú á því að Ólaf­ur Ólafs­son komi fram með eitt­hvað nýtt þegar hann kem­ur á fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar á morg­un. „Það get­ur ekki verið. Fyrsta skjalið sem ég opnaði var frá Stein­grími Ara Ara­syni til Davíðs Odds­son­ar og það hef­ur löng­um legið fyr­ir. Eft­ir að ég sá að það var allt og sumt þá datt mér ekki í hug að hitt væri merki­legra og hélt áfram að spila.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka