„Þetta verður „showtime“ á morgun“

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. mbl.is/Ómar

Ólaf­ur Ólafs­son, sem kennd­ur er við Sam­skip, hef­ur af­hent stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is gögn sem hann hyggst kynna nefnd­inni á fundi á morg­un. 

Þetta staðfest­ir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, full­trúi Viðreisn­ar í nefnd­inni og fram­sögumaður, í um­fjöll­un stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar um sölu Búnaðarbank­ans, í sam­tali við mbl.is. RÚV greindi fyrst frá.

Fund­ur­inn verður um miðjan dag á morg­un og verður hann op­inn fjöl­miðlum. Áður hafði komið fram að Ólaf­ur myndi ekki koma fyr­ir nefnd­ina nema nýj­ar upp­lýs­ing­ar myndu koma fram. 

Al­gjör trúnaður rík­ir um gögn­in og því ekki hægt að segja hvort þau varpi nýju ljósi á sölu Búnaðarbank­ans í árs­byrj­un 2003.

Jón vildi lítið tjá sig um málið þegar hann var spurður hvort nend­ar­menn hefðu næg­an tíma til að fara yfir gögn­in fyr­ir fund morg­undags­ins. „Gögn­in komu fyr­ir klukku­tíma. Þetta verður „showtime“ á morg­un.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka