„Ég kom honum á óvart“

Vilhjálmur á fundinum í dag.
Vilhjálmur á fundinum í dag. mbl.is/Golli

Vil­hjálm­ur Bjarna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að fund­ur Ólafs Ólafs­son­ar með stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd nú síðdeg­is hafi verið ná­kvæm­lega eins og hann hafi bú­ist við. Ekk­ert nýtt hafi komið fram í máli Ólafs á fund­in­um.

„Það kom ekk­ert nýtt fram annað en það að hann af­neitaði öll­um sköpuðum hlut­um. Bar fyr­ir sig minn­is­leysi eða sneri hlut­um á hvolf,“ seg­ir Vil­hjálm­ur í sam­tali við mbl.is eft­ir að fundi lauk.

Ólaf­ur Ólafs­son hugðist kynna nýj­ar upp­lýs­ing­ar varðandi aðkomu þýska bank­ans Hauck og Auf­hauser á kaup­um í 45,8 pró­senta eign­ar­hluta rík­is­ins í Búnaðarbanka Íslands árið 2003. Ólaf­ur var stjórn­ar­formaður Eglu, stærsta ein­staka aðila í kaup­um S-hóps­ins svo­kallaða á tæp­um helm­ings­hlut í bank­an­um. En rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is komst að þeirri niður­stöðu að stjórn­völd, fjöl­miðlar og al­menn­ing­ur hefðu verið blekkt í aðdrag­anda og kjöl­far söl­unn­ar.

Vil­hjálm­ur seg­ist ekki hafa fengið nein svör við spurn­ing­um sín­um en hafi komið Ólafi á óvart. „Ég kom hon­um á óvart með frétta­til­kynn­ing­um frá því í janú­ar 2003 en hann sneri þeim al­gjör­lega á hvolf,“ en í frétta­til­kynn­ing­unni kom fram að það væri ánægju­legt að þýski bank­inn væri hluti af sölu Búnaðarbanka. „Hann sagði að önn­ur frétta­til­kynn­ing­in væri frá rík­inu en hún var frá kaup­end­un­um.“

Ólaf­ur og Vil­hjálm­ur tók­ust í hend­ur að lokn­um fundi en slæmt minni Ólafs kom Vil­hjálmi á óvart. „Það kom mér að hann skildi ekki muna eft­ir því að við hefðum hist áður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka