Gögnin voru afskaplega rýr í roðinu

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. mbl.is/Golli

Jón Stein­dór Valdi­mars­son, vara­formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is, seg­ir að fund­ur nefnd­ar­inn­ar með Ólafi Ólafs­syni hafi verið held­ur rýr í roðinu. Ólaf­ur hafi sótt fast eft­ir því að fá að koma á fund nefnd­ar­inn­ar.

„Ég vil í það minnsta orða það þannig að það hafi verið af­skap­lega rýrt,“ svar­ar Jón Stein­dór þegar hann er spurður að því hvort Ólaf­ur hafi ekki komið fram með nein­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar í dag.

Áður hafði komið fram að for­senda þess að Ólaf­ur kæmi á fund nefnd­ar­inn­ar væri sú að hann kæmi fram með ein­hverj­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar. „Hann sótti fast að því að fá að koma á fund­inn og á end­an­um þótti okk­ur rétt að verða við því,“ seg­ir Jón Stein­dór og bæt­ir við því að Ólafi hafi verið gerð grein fyr­ir því að hann þyrfti að styðja mál sitt með gögn­um.

Þau voru af­skap­lega rýr í roðinu og vörpuðu að mínu mati engu nýju ljósi á málið.“

Nefnd­in á eft­ir að fara yfir það sem Ólaf­ur sagði á fund­in­um og vega og meta hvort ástæða sé til að íhuga eitt­hvað þar nán­ar. „Í fljótu bragði sýn­ist mér það ekki vera mikið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka