Munu ekki nýta kaupréttinn

Fjárfestahópur erlendra aðila sem hefur kauprétt að um 22% hlut í Arion banka sem gildir til 19. september mun ekki nýta hann en þegar á hópurinn tæpan 30% hlut í bankanum. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.

Um er að ræða þrjá erlenda vogunarsjóði og bandaríska fjárfestingabankann Goldman Sachs samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hópurinn keypti tæp 30% í Arion banka í mars af Kaupþingi og eru með fyrrnefndan kauprétt. Í Fréttablaðinu í dag er því haldið fram að hvorki sjóðirnir né Goldman Sachs hafi í hyggju að nýta sér þann rétt og þannig eignast samtals meira en helmingshlut í Arion banka.

Greint var frá sölu Kaupþings ehf. á  tæp­lega 30% hluti sínum í Ari­on banka í gegn­um dótt­ur­fé­lag sitt Kaupskil ehf. fyr­ir ríf­lega 48,8 millj­arða króna 19. mars síðastliðinn.

 Eft­ir útboðið  lækkaði hlutur Kaupþings í Ari­on banka  í 57,9% af út­gefnu hluta­fé Ari­on banka. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kom fram að sölu­and­virðið yrði allt nýtt til að greiða inn á 84 millj­arða króna skulda­bréf rík­is­sjóðs sem var hluti af stöðug­leikafram­lagi Kaupþings sem samþykkt var við nauðasamn­inga fé­lags­ins.

Meðal þeirra sem keyptu bréfin voru sjóðirn­ir Taconic Capital, Attestor Capital, Och-Ziff Capital Mana­gement Group og Goldm­an Sachs-fjár­fest­inga­bank­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK