Creditinfo stóð fyrir sérstökum viðburði síðdegis í Hörpu í dag þar sem listinn yfir framúrskarandi fyrirtæki 2017 var kynntur. Þetta er í áttunda sinn sem Creditinfo útbýr og kynnir slíkan lista og hafa yfir þúsund manns skráð mætingu á viðburðinn.
Til þess að komast á listann þarf fyrirtæki að mæta ákveðnum skilyrðum um ábyrgan og arðbæran rekstur. Auk þess voru veitt verðlaun fyrir nýsköpun sem ná til fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum og verðlaun fyrir samfélagslega ábyrgð.
Hér að neðan má sjá upptöku frá viðburðinum í Hörpu.