Icelandair hefur flug til San Francisco

Steinarr Bragason, flugstjóri í fyrsta fluginu myndar hér skærin er …
Steinarr Bragason, flugstjóri í fyrsta fluginu myndar hér skærin er forsvarsmenn San Francisco flugvallar og Icelandair opnuðu flugleiðina formlega.

Icelandair hóf núna um helgina áætlunarflug til San Francisco og er borgin 23. áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Flogið verður fjórum sinnum í viku fram í október á Boeing 767 breiðþotu og eftir það verður flogið þangað tvisvar í viku næsta vetur. 

San Francisco, sem var í leiðakerfi Icelandair í tvö sumur fyrir rúmum áratug, er ein þekktasta og vinsælasta ferðamannaborg í heimi og jafnframt ein af fjölmennustu borgum Bandaríkjanna, en um 9 milljónir íbúa á San Francisco Bay Area svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK