Isavia tapar á gjaldþroti Primera Air

Engin vél frá Primera Air hefur verið á Keflavíkurflugvelli í …
Engin vél frá Primera Air hefur verið á Keflavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Isavia mun tapa einhverjum fjármunum á gjaldþroti Primera Air, en Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir fyrirtækið ekki tjá sig frekar um stöðu einstakra viðskiptavina gagnvart Isavia. Gera má þó ráð fyrir því að ógreidd lendingagjöld séu hluti af þeim fjármunum sem munu tapast.

Primera Air sendi frá sér tilkynningu nú síðdegis um að félagið hygðist óska eftir greiðslustöðvun á morgun, 2. október, og hætta allri starfsemi.

Guðjón segir enga vél frá Primera Air vera stadda á Keflavíkurflugvelli eins og er og að engin vél frá þeim hafi verið á vellinum í dag.

Umsvif Primera Air á Keflavíkurflugvelli eru um eitt prósent af heildarumsvifum á vellinum það sem af er ári 2018. Sé aðeins horft til umsvifa hvað varðar ferðalanga til og frá landinu, þá eru umsvif Primera Air um 1,5 prósent af heildarumsvifum á árinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK