Að minnsta kosti ein flugvél frá flugfélaginu Primera Air hefur verið kyrrsett á Stansted-flugvellinum í Lundúnum vegna ógreiddra lendingargjalda. Flugfélagið er í eigu Andra Más Ingólfssonar. Þetta kemur fram í frétt á Aviation24.be.
Í tilkynningu frá forsvarsmönnum Stansted-flugvallar er tilkynnt um kyrrsetninguna.
Fyrr í dag birtist frétt á vef mbl.is um gjaldþrot flugfélagsins en frá því var greint í tölvupósti til starfsfólks fyrr í dag.