Primera þakkar farþegum hollustuna

Primera Air hefur birt tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að félagið muni hætta starfsemi frá og með morgundeginum, 2. október, en líkt og mbl.is greindi frá fyrr í dag mun félagið leggja fram beiðni um gjaldþrotaskipti á morgun. Starfsmenn höfðu fengið tölvupóst þar sem þeim var tilkynnt að þetta ætti bæði við um Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia.

Í tilkynningunni á heimasíðunni er farþegum þakkað fyrir samfylgdina. „Fyrir hönd starfsfólks Primera Air viljum við nota tækifærið og þakka ykkur fyrir hollustuna. Á þessum sorglega degi kveðjum við ykkur öll.“

Farþegum er bent á að fylgjast með heimasíðunni næstu daga til að fá frekari upplýsingar um stöðu mála. Þeim sem eiga bókað flug með Primera Air í gegnum ferðaskrifstofur er bent á að hafa samband við þann þjónustuaðila til að fá frekari upplýsingar um næstu skref.

Tekið er fram að ekki verði hægt að nálgast upplýsingar frá Primera Air í gegnum tölvupóst eða síma félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK