„Viðskiptastríð það heimskulegasta í heimi“

Bill Gates sést hér við hlið Jack Ma á kaupstefnunni …
Bill Gates sést hér við hlið Jack Ma á kaupstefnunni í morgun. AFP

„Viðskipta­stríð Banda­ríkj­anna og Kína er það heimsku­leg­asta í heimi,“ seg­ir Jack Ma, stofn­andi vef­versl­un­ar­inn­ar Ali­baba. Um­mæl­in lét Ma falla á viðskip­ta­kaupstefnu í Kína í dag. 

Ma, sem ný­lega dró til baka ákvörðun um að aðstoða banda­rísk fyr­ir­tæki við að skapa yfir millj­ón störf í Banda­ríkj­un­um, seg­ist hafa hætt við sam­starfið vegna viðskipta­stríðsins sem Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hóf fyrr á ár­inu.

Ma seg­ir að viðskipti séu ákveðið form friðar. Viðskipti séu sam­skipti og að eng­inn geti stöðvað frjáls viðskipti.

For­seti Kína, Xi Jin­ping, flutti opn­un­ar­ávarp kaup­stefn­unn­ar í Pek­ing í morg­un en stjórn­völd í Kína von­ast til þess að með kaup­stefn­unni verði hægt að laða að fleiri fjár­festa. 

Jack Ma.
Jack Ma. AFP

Ma vakti heims­at­hygli þegar hann hét Trump því í fyrra að styðja við bakið á banda­rísk­um fyr­ir­tækj­um við að skapa millj­ón störf en á þess­um tíma ríkti mik­ill vel­vilji í garð Trumps hjá kín­versk­um yf­ir­völd­um. En í sept­em­ber greindi Xin­hua-frétta­stof­an frá því að viðskipta­stríðið hafi eyðilagt for­send­urn­ar sem lof­orðið byggði á.

Ma, sem til­kynnti í sept­em­ber að hann ætlaði að láta af störf­um sem for­stjóri eft­ir ár, ætl­ar að ein­beita sér að mannúðar­mál­um þegar hann læt­ur af störf­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK