„Viðskiptastríð það heimskulegasta í heimi“

Bill Gates sést hér við hlið Jack Ma á kaupstefnunni …
Bill Gates sést hér við hlið Jack Ma á kaupstefnunni í morgun. AFP

„Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína er það heimskulegasta í heimi,“ segir Jack Ma, stofnandi vefverslunarinnar Alibaba. Ummælin lét Ma falla á viðskiptakaupstefnu í Kína í dag. 

Ma, sem nýlega dró til baka ákvörðun um að aðstoða bandarísk fyrirtæki við að skapa yfir milljón störf í Bandaríkjunum, segist hafa hætt við samstarfið vegna viðskiptastríðsins sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hóf fyrr á árinu.

Ma segir að viðskipti séu ákveðið form friðar. Viðskipti séu samskipti og að enginn geti stöðvað frjáls viðskipti.

Forseti Kína, Xi Jinping, flutti opnunarávarp kaupstefnunnar í Peking í morgun en stjórnvöld í Kína vonast til þess að með kaupstefnunni verði hægt að laða að fleiri fjárfesta. 

Jack Ma.
Jack Ma. AFP

Ma vakti heimsathygli þegar hann hét Trump því í fyrra að styðja við bakið á bandarískum fyrirtækjum við að skapa milljón störf en á þessum tíma ríkti mikill velvilji í garð Trumps hjá kínverskum yfirvöldum. En í september greindi Xinhua-fréttastofan frá því að viðskiptastríðið hafi eyðilagt forsendurnar sem loforðið byggði á.

Ma, sem tilkynnti í september að hann ætlaði að láta af störfum sem forstjóri eftir ár, ætlar að einbeita sér að mannúðarmálum þegar hann lætur af störfum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK