Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, og forseti Kína, Xi Jinping, hafa komist að samkomulagi um gera tímabundið hlé á álagningu nýrra verndartolla. Um er að ræða 90 daga hlé á meðan viðræður standa yfir. Forsetarnir komust að þessu samkomulagi í Buenos Aires eftir leiðtogafund G20 ríkjanna en þetta eru fyrstu viðræður þeirra tveggja síðan viðskiptastríð landanna hófst fyrr á árinu.
Fyrir G20 fundinn hafi Trump tjáð bandarískum fjölmiðlum að hann ætti ekki von á öðru en tollar á ákveðnar vörur frá Kína yrðu hækkaðar í janúar. Um að ræða vörur fyrir 200 milljarða Bandaríkjadala en verndartollarnir voru fyrst kynntir í september. Um er að ræða hækkun tolla úr 10% í 25%. Nú hefur þessum aðgerðum verið frestað en eftir 90 daga verða tollarnir hækkaðir úr 10 í 25% ef ekki verður búið að ná samkomulagi um annað.