Vopnahlé í tollastríði

Donald Trump og Xi Jinping á fundi G20 ríkjanna í …
Donald Trump og Xi Jinping á fundi G20 ríkjanna í gær. AFP

For­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, og for­seti Kína, Xi Jin­ping, hafa kom­ist að sam­komu­lagi um gera tíma­bundið hlé á álagn­ingu nýrra vernd­artolla. Um er að ræða 90 daga hlé á meðan viðræður standa yfir. For­set­arn­ir komust að þessu sam­komu­lagi í Bu­enos Aires eft­ir leiðtoga­fund G20 ríkj­anna en þetta eru fyrstu viðræður þeirra tveggja síðan viðskipta­stríð land­anna hófst fyrr á ár­inu. 

Fyr­ir G20 fund­inn hafi Trump tjáð banda­rísk­um fjöl­miðlum að hann ætti ekki von á öðru en toll­ar á ákveðnar vör­ur frá Kína yrðu hækkaðar í janú­ar. Um að ræða vör­ur fyr­ir 200 millj­arða Banda­ríkja­dala en vernd­artoll­arn­ir voru fyrst kynnt­ir í sept­em­ber. Um er að ræða hækk­un tolla úr 10% í 25%. Nú hef­ur þess­um aðgerðum verið frestað en eft­ir 90 daga verða toll­arn­ir hækkaðir úr 10 í 25% ef ekki verður búið að ná sam­komu­lagi um annað.

Þetta kem­ur fram í frétt BBC

Donald Trump.
Don­ald Trump. AFP
Xi Jinping.
Xi Jin­ping. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK