Setur hættulegt fordæmi

AFP

Ákvörðun banda­rískra yf­ir­valda um að setja Huawei á svart­an lista set­ur hættu­legt for­dæmi sem kem­ur niður á millj­örðum neyt­enda, seg­ir yf­ir­lög­fræðing­ur kín­verska fyr­ir­tæk­is­ins.

Þetta kom fram í máli Song Liup­ing á blaðamanna­fundi en hún seg­ir að viðskipta­bannið muni koma niður á banda­rísk­um fyr­ir­tækj­um og snerta þau beint, til að mynda starfs­menn þeirra sem eiga á hættu að missa vinn­una. 

Banda­rísk stjórn­völd settu Huawei ný­verið á lista yfir fyr­ir­tæki sem banda­rísk fyr­ir­tæki mega ekki skipta við nema með sér­stöku leyfi. Viðskipta­bannið er hluti af stærri slag milli Banda­ríkj­anna og Huawei. Stjórn­völd í Washingt­on segja Huawei, sem er stærsti fram­leiðandi síma­búnaðar í heim­in­um, ógna þjóðarör­yggi. Þessu hafa stjórn­end­ur Huawei ít­rekað neitað og segja ekk­ert hæft í því að notk­un á búnaði frá þeim geti ógnað ör­yggi. Fyr­ir­tækið sé sjálf­stætt starf­andi án tengsla við stjórn­völd í Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK