Segir okurlán heyra sögunni til

Ondřej Šmakal, forstjóri Kredia Group.
Ondřej Šmakal, forstjóri Kredia Group. Ljósmynd/Aðsend

Forstjóri Kredia Group heitir því að smálán með okurvöxtum heyri sögunni til hér á landi. Fyrirtækið rekur nokkur smálánafyrirtæki á Íslandi, þar á meðal Kredi, 1909 og Hraðpeninga.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Eins og greint var frá í síðustu viku býður smálánafyrirtækið eComm­erce 2020 Aps, í eigu Kredia Group, skammtímalán á 53,7% vöxtum. 

Gísli Kr. Björnsson, lögmaður og stjórnandi Almennrar innheimtu, sem sér um að innheimta fyrir smálánafyrirtækin á Íslandi, fullyrðir að hætt sé að innheimta lán með hærri vexti en 53,75%.

Hann segir enn fremur að engin eldri lán á hærri vöxtum séu í innheimtu hjá sínu fyrirtæki. 

Meira en helmingur þeirra sem leituðu til Umboðsmanns skuldara í fyrra höfðu tekið smálán.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK