Rauður dagur í Kauphöllinni

Verð hlutabréfa í átján af þeim nítján fyrirtækjum sem skráð …
Verð hlutabréfa í átján af þeim nítján fyrirtækjum sem skráð eru á markað hérlendis lækkaði í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagurinn var rauður í íslensku Kauphöllinni eins og víðar um heim, en skjálfti er víða á mörkuðum, sem sérfræðingar segja að megi auk annars rekja til ótta við að enn harðni í viðskiptadeilu Bandaríkjanna og Kína með tilheyrandi kulnunaráhrifum á alheimshagkerfið.

Verð hlutabréfa í átján af þeim nítján fyrirtækjum sem skráð eru á markað hérlendis lækkaði í dag, en ekkert var verslað með bréf Sýnar, eina fyrirtækisins sem ekki lækkaði, en þar var í dag tilkynnt um uppsagnir á öllum sviðum fyrirtækisins.

Verð bréfa í Reitum lækkaði um rúm 4,9%, bréf í Icelandair Group um tæp 4,8% og bréf í Regin og Heimavöllum lækkuðu sömuleiðis um á fimmta prósent. Þá lækkuðu hlutabréf í Marel um rúm 3,4%, Arion banka um 2,8% og Eimskip um 2,2%, svo eitthvað sé nefnt.

Fjallað hefur verið um það í erlendum miðlum í dag að skjálfti vegna yfirlýsingar kínverskra stjórnvalda um að þau hyggi á frekari gagnaðgerðir í tollastríðinu við Bandaríkin og slæmar horfur í þýska hagkerfinu hafi fælt fjárfesta frá verðbréfum og fleiri áhættusömum fjárfestingarkostum.

Þess í stað hefur fé þeirra streymt í skuldabréf í auknum mæli, sem metin eru sem öruggari kostur. Það hefur haft þau áhrif að ávöxtun á 30 ára ríkisskuldabréfum Bandaríkjanna féll niður fyrir 2% í fyrsta sinn í sögunni, samkvæmt Financial Times.

Vestanhafs hefur hlutabréfamarkaðurinn þó verið grænn það sem af er degi, eftir lækkanir í gær. Í frétt Wall Street Journal er það rakið til „hressandi gagna“ um kauphegðun bandarískra neytenda í júlímánuði.

„Það er enginn vafi á því að hætta á samdrætti er að aukast eftir því sem viðskiptadeilur magnast enn frekar,“ hefur Financial Times þó eftir markaðssérfræðingum hjá bankanum BNP Paribas.

Hlutabréfamiðlari rýnir í skjáina á Wall Street í New York …
Hlutabréfamiðlari rýnir í skjáina á Wall Street í New York í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK